28. jan. 2008

...FJALLAVÖTNIN FAGURBLÁ | 2. feb.


ÞAU MINNA Á FJALLAVÖTNIN FAGURBLÁ
Kristín Einarsdóttir, þjóðfræðingur og
Ragnheiður Eiríksdóttir, Heiða í Unun
FYRIRLESTUR OG TÓNLISTARFLUTNINGUR

Laugardaginn 2. febrúar kl. 21:30 flytja Kristín Einarsdóttir, þjóðfræðingur og Ragnheiður Eiríksdóttir (Heiða í Unun) dagskrána „Þau minna á fjallavötnin fagurblá“ í Populus tremula.

Þar fjallar Kristín um dægurlagatexta og samfélag á seinni hluta 20. aldar og Heiða flytur lög sem fjallað er um í fyrirlestrinum. Í fyrirlestrin­um er leitast við að skilja hvaða samfélag það er sem birtist í vinsælum dægurlagatextum, hverjar eru hetjurnar, hver er staða konunnar, hverjar eru vonir og þrár þeirra sem sungið er um eða sungið til.

Húsið verður opnað kl. 21:00 – malpokar leyfðir. Aðgangur ókeypis.

11. jan. 2008

Þorvaldur Þorsteinsson | 19. janúar





Þorvaldur Þorsteinsson
LEIKMYNDIR
Myndlistarsýning, bók, kvöldskemmtun

Laugardaginn 19. janúar kl. 14:00 opnar Þorvaldur Þorsteinsson myndlistarsýninguna Leikmyndir í Populus tremula.

Um leið kemur út bókin Mónólógar eftir Þorvald.

Þá um kvöldið, kl. 22:00 verður kvöldskemmtun þar sem stórleikarar lesa úr nýútkominni bók ásamt höfundi og Sickbird leikur eigin tónlist með stórsveit, skipaðri þeim Arnari Tryggvasyni, Kristjáni Edelstein, Ingva Rafni Ingvasyni, Pálma Gunnarssyni og Togga skyttu. Húsið verður opnað kl. 21:30 og malpokar leyfðir. Aðgangur ókeypis sem endranær.

Sýningin verður einnig opin sunnudaginn 20. jan. kl. 14:00-17:00. Aðeins þessi eina helgi.