31. júl. 2007

Bela & Sick Bird | 5. ágúst




Sunnudagskvöldið 5.ágúst kl. 22:00 halda Sick Bird (Konni úr tenderfoot) og Bela (Baldvin Ringsted) ásamt gestum, tónleika í Populus tremula.

Bela og Sick Bird hafa báðir víða komið við á ferli sínum sem tónlistarmenn. Þeir hafa starfað með fjölmörgum tónlistamönnum í
gegnum tíðina, innlendum og erlendum.

Bela kemur til með að flytja efni af plötunni Hole and Corner sem kom út síðastliðið ár ásamt nýju efni af væntanlegri plötu.

Sick Bird ætlar að kynna efni af hljómplötu sem hann vinnur að þessa dagana. Einnnig munu tónlistarmenninir rugla saman reitum í einhverjum laganna ásamt gestum.

Húsið verður opnað kl. 21:30. Aðgangur ókeypis.

26. júl. 2007

Skrokkabandið | 3. ágúst



Föstudagskvöldið 3. ágúst kl. 22:00 mun SKROKKABANDIÐ (Kristján Pétur Sigurðsson og Haraldur Davíðsson) flytja 20 frumsamin lög í DEIGLUNNI í LISTAGILINU.

Tilefnið er að hartnær 20 ár eru liðin frá því Kristján Pétur og Haraldur hófu samspil.
Undanfarin ár hafa þeir þó lítið sem ekki sinnt SKROKKABANDINU, bæði vegna anna við annað og ákaflega dreifðrar búsetu. Ekki er loku fyrir það skotið að góðir menn muni aðstoða þá í nokkrum lögum.

Deiglan 3. ágúst kl. 22:00, aðgangseyrir 1.000 krónur.