Bela & Sick Bird | 5. ágúst
Sunnudagskvöldið 5.ágúst kl. 22:00 halda Sick Bird (Konni úr tenderfoot) og Bela (Baldvin Ringsted) ásamt gestum, tónleika í Populus tremula.
Bela og Sick Bird hafa báðir víða komið við á ferli sínum sem tónlistarmenn. Þeir hafa starfað með fjölmörgum tónlistamönnum í
gegnum tíðina, innlendum og erlendum.
Bela kemur til með að flytja efni af plötunni Hole and Corner sem kom út síðastliðið ár ásamt nýju efni af væntanlegri plötu.
Sick Bird ætlar að kynna efni af hljómplötu sem hann vinnur að þessa dagana. Einnnig munu tónlistarmenninir rugla saman reitum í einhverjum laganna ásamt gestum.
Húsið verður opnað kl. 21:30. Aðgangur ókeypis.