24. nóv. 2014

Eiríkur Arnar Magnússon sýnir 29.-30. nóvemberLaugardaginn 29. nóvember kl. 14.00 mun Eiríkur Arnar Magnússon opna sýninguna Bækr voru í Populus tremula. 

Eiríkur Arnar Magnússon (1975) er fæddur og uppalinn á Akureyri. Útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2007 og vinnur aðallega með bækur og málverk. Þetta er þriðja einkasýning hans.

Sýningin er einnig opin á sunnudag 30. nóvember frá kl 14.00-17.00. 
Aðeins þessi eina helgi.

17. nóv. 2014

Þorsteinn Gíslason og Kristján Pétur sýna 22.-23. nóv.Laugardaginn 22.11. kl. 14.00 munu Þorsteinn Gíslason og Kristján Pétur Sigurðsson frumsýna margra miðla verkið Wood you see Wood you listen í Populus tremula.
Verkið, sem unnið er fyrir tilstilli styrks frá Menningarráði Eyþings, er blanda skúlptúrs, vídeós og tónlistar.


Sýningin er einnig opin á sunnudag 23. nóvember frá kl 14.00-17.00. Aðeins þessi eina helgi.

Aðalsteinn Svanur og Sigurður Ormur halda tónleika 22. nóv.Laugardaginn 22. nóvember kl. 21.00 halda feðgarnir Aðalsteinn Svanur Sigfússon og Sigurður Ormur Aðalsteinsson trúbadoratónleika Populus tremula. Þar munu fleir flytja eigið efni, lög og texta. Einhverjir kannast við Aðalstein Svan eftir áratuga starf að ýmsum listum en hér mun Sigurður Ormur stíga í fyrsta sinn á svið opinberlega með eigin tónlist.


Plássið verður opnað kl. 20.30 –  Aðgangur ókeypis    Malpokar leyfðir.

10. nóv. 2014

Rögnvaldur Bragi Rögnvaldsson sýnir 15.-16. nóvemberBARA KASSAR
Rögnvaldur Bragi Rögnvaldsson

Laugardaginn 15. nóvember kl. 14.00 opnar Rögnvaldur Bragi Rögnvaldsson málverkasýninguna Bara kassar í Populus tremula. Sýnd verða akrýlmálverk á striga sem öll hafa verið máluð á þessu ári.

Sýningin er einnig opin sunnudaginn 16. nóvember kl. 14.00-17.00. Aðeins þessi eina helgi.

3. nóv. 2014

Guðrún Pálína sýnir 8.-9. nóvemberLaugardaginn 8. nóvember kl. 14.00 opnar Guðrún Pálína Guðmundsdóttir myndlistarsýninguna Nóvember í Populus tremula.

Sýningin er einnig opin sunnudaginn 9. nóvember kl. 14.00-17.00. Aðeins þessi eina helgi.