20. des. 2014

LOKAUPPGJÖR 30. desember


Þriðjudagskvöldið 30. desember verður haldið Lokauppgjör Populus tremula með tónleikum í bækistöðvunum i Gilinu. 

Þar verður dagskráin sem hljómsveit hússins á frábærum minningartónleikunum um Sigurð Heiðar Jónsson í Hofi í lok október sl. endurtekin – byggist á lögum þeirra Tom Waits, Nick Cave og Cornelis Vreesvijk. 

Það er um margt táknrænt, því einmitt á tónleikum með lögum Tom Waits hófst starfsemin undir nafni Populus tremula fyrir tíu árum síðan og þessir tónleikar marka lok starfeminnar undir nafni Populus.


Að sjálfsögðu verður aðgangur ókeypis og malpokar leyfðir þetta kvöld. Húsið opnað 21.30.

Ljósmyndasýningin Takk fyrir komuna opnar 27. des.


Laugardaginn 27. desember kl. 14.00 verður opnuð ljósmyndasýningin Takk fyrir komuna í Populus tremula. Þar verður stiklað á stóru í tíu ára sögu Populus og myndir þeirra Kristjáns Péturs Sigurðssonar og Daníels Starrasonar verða í aðalhlutverki þótt fleiri muni koma við sögu. 

Sýningin verður einnig opin 28. desember kl. 14.00-17.00 og að kvöldi 30. desember.

Þetta er síðasta sýningin í nafni menningarsmiðjunnar Populus tremula, sem rekin hefur verið í Listagilinu á Akureyri í tíu ár af hópi áhugafólks en hættir starfsemi um komandi áramót. Að baki eru 300 list- og menningarviðburðir af fjölbreyttum toga og útgáfa meira en 20 bókatitla og einnar hljómplötu.

Takk fyrir komuna í tíu ár!

8. des. 2014

JÓLABAZAR HELGA & BEATE


JÓLABAZAR HELGA & BEATE

Eins og venjulega halda Helgi Þórsson og Beate Stormo JólaBazar í Populus tremula.

Til sölu verða m.a. jólatré, kjólar, greinar, hálsmen, myndlist, töskur og alls konar heimaræktað dót. 

Opið laugardag 13. og sunnudag 14. desember og aftur frá 18. til 23. desember frá klukkan 13.00-18.00 alla dagana.

1. des. 2014

Agnes Ársælsdóttir og Vala Hjaltalín sýna 5.-7. nóv.







KVÁNRÍKI

Föstudaginn 5. desember kl. 18.00 opna Agnes Ársælsdóttir og Vala Hjaltalín sýninguna Kvánríki í Populus tremula. Sýndar verða myndir í hinum ýmsu miðlum auk myndbands sem þær unnu í sameiningu og er titilverk sýningarinnar.

Sýningin er opin þessa einu helgi, frá kl. 18:00-22:00 á föstudag og kl. 14:00-17:00 laugardaginn 6. desember og sunnudaginn 7. desember.