23. des. 2011
5. des. 2011
Sýning og jólabazar | Opnun 10. des.
NÚ Á ÉG HVERGI HEIMA og JÓLABAZAR HELGA OG BEATE
Laugardaginn 10. desember kl. 14.00 opna Jóna Hlíf Halldórsdóttir og Hjálmar Stefán Brynjólfsson sýninguna Nú á ég hvergi heima í Populus tremula.
Síðasta sýning í þríleik um bókmenningu. Tileinkuð Norðurlandi, íslensku sveitinni og farvegi tímans.
Einnig opið sunnudaginn 11. desember kl. 14.00-17.00. Aðeins þessi eina helgi.
---
JÓLABAZAR Helga og Beate
verður haldinn í Populus tremula í desember líkt og undanfarin ár.
Jólatré, járnvara, kjólar og alls konar heimaræktaðar gersemar.
Tískusýning laugardaginn 10. des. kl. 15:00
Opið 10. og 11. desember og 17. - 23. desember klukkan 13.00-18.00