JORIS RADEMAKER Á AKUREYRARVÖKU
Á AKUREYRARVÖKU HEFST NÝTT STARFSÁR Í POPULUS TREMULA.
Laugardaginn 27. ágúst kl. 14.00 opnar Joris Rademaker sýninguna Á milli tilvistar og tilveru í Populus Tremula.
Sýninguna tileinkar hann minningu Sigurðar Jónssonar.
Klukkan þrjú á opnunardag syngur Kristján Pétur Sigurðsson tvö lög eftir Cornelis Vreeswijk.
Hér leikur Joris sér með mismunandi víddir og ólík efni og veltir fyrir sér spurningum um tilvistina og tilveruna. Úr fundnum hlutum býr hann til ný verk.
Opið laugardag kl. 14.00-22.00 og sunnudag kl. 14.00-17.00.
Aðeins þessi eina helgi.