MYRKÁ | tónleikar 30. júlí
Laugardaginn 30. júlí kl. 22:00 heldur hljómsveitin MYRKÁ tónleika í Populus Tremula.
Flutt verða lög af væntanlegri plötu í bland við eldra efni og diskurinn 13 verður í boði á tilboðsverði.
Tónleikarnir verða þeir síðustu sem sveitin heldur í fullri lengd áður en hún leggur upp í tónleikaferð til New York.
Aðgangur ókeypis – Malpokar leyfðir.