26. jún. 2011

KVEÐJA


Þann 7. júní sl. lést Sigurður Heiðar Jónsson, Papa Populus, 69 ára að aldri.

Sigurður var hugmyndafræðingur og hvatamaður að stofnun Menningarsmiðjunnar Populus tremula og driffjöðrin í starfi félagsins fram undir það síðasta. Síðasti aðalfundur P.t. var einmitt haldinn á heimili hans í fyrrahaust.

Við sem eftir sitjum í Populus, eins og reyndar Akureyringar og landsmenn allir, eiga Sigurði mikið að þakka fyrir framlag hans til menningarmála. Sem gjaldkeri og þungaviktarmaður í Gilfélaginu, hinar frábæru dagskrár sem hann nefndi Heim ljóðsins, tónlistardagskrár þar sem hann kom á fót tveimur hljómsveitum og kynnti okkur Cornelis Vresviik og Tom Waits til að byrja með og loks stofnun og starfsemi Populus tremula.


Það eru forréttindi að hafa unnið mikið og lengi með Sigurði Jónssyni. Enginn okkar er samur eftir því betri vin og félaga er ekki hægt að eignast.

Blessuð sé minning hans.

14. jún. 2011

AÐALLEGA KONUR | 17.-26. júní







AÐALLEGA KONUR
myndlist

Þann 17. júní kl. 14:00 verður opnuð myndlistarsýningin Aðallega konur í Populus Tremula. Egill, Eydís, Gunný, Gunna, Dóra og Inga, aðallega konur og einn strákur, sýna listir sínar.

Sýningin er til komin vegna fólkvangsins Vitið þér enn – eða hvað? samtal um rætur 19. - 21. júní.

Með þessari sýningu lýkur sjötta starfsári Populus tremula, sem nú tekur sér hlé fram að Akureyrar­vöku í lok ágúst.

Sýningin verður opin daglega til 26. júní kl. 14:00-17:00.