BRYNDÍS KONDRUP / DEAN FERRELL 30. ágúst
Akureyrarvaka 2008 - Nýtt starfsár hjá Populus tremula
Að vanda hefst starfsár PT á Akureyrarvöku og að þessu sinni með myndlistarsýningu og miðnæturtónleikum.
BRYNDÍS KONDRUP
myndlistarsýning
TIL VERA
Bryndís Kondrup opnar sýninguna TIL VERA í Populus tremula 30. ágúst kl. 14:00. Þar sýnir hún myndbandsverk og myndverk á striga. Bryndís hefur unnið við myndlist og myndlistarkennslu, ásamt öðrum myndlistartengdum störfum, undanfarin 20 ár. TIL VERA er tíunda einkasýning Bryndísar og er hugleiðing um tilvist og ferðalag í eiginlegri og óeiginlegri merkingu. Við opnun sýningarinnar tekur Þórarinn Hjartarson lagið.
Einnig opið sunnudaginn 31.8. kl. 14:00 - 17:00.
Aðeins þessi eina helgi.
DEAN FERRELL
miðnæturtónleikar
Á miðnætti laugardagsins 30. ágúst heldur kontrabassaleikarinn Dean Ferrell tónleika í Populus tremula.
Dean er Akureyringum að góðu kunnur enda hefur hann haldið nokkra tónleika í Populus tremula undanfarin ár. Dean hefur getið sér orð víða um lönd fyrir óvenjulega og bráðskemmtilega tónleika/kvöldskemmtanir þar sem hann nálgast sígilda tónlist og bókmenntir með afar sérstæðum og oft bráðfyndnum hætti án þess að slá nokkurn tíma af listrænum kröfum. Hugsanlegt er að leynigestur láti sjá sig...
Aðgangur ókeypis – malpokar leyfðir.