Áramótauppgjör | 29. desember
Hið geysivinsæla Áramótauppgjör Populus tremula verður að þessu sinni haldið að kvöldi föstudagsins 29. desember 2006.
Þar mun hljómsveit hússins flytja valin lög eftir ástralska meistarann Nick Cave.
Hljómsveitin er nú svo skipuð:
Arnar Tryggvason, píanó og orgel
Atli Hafþórsson, orgel og trommur
Bárður Heiðar Sigurðsson, gítar
Guðmundur Egill Erlendsson, gítar
Hjálmar Stefán Brynjólfsson, bassi
Jóhann Friðriksson, trommur og ásláttur
Kristján Pétur Sigurðsson, söngur
Arna Valsdóttir mun syngja með hljómsveitinni í nokkrum lögum.
Uppgjörið hefst klukkan 22:00, húsið verður opnað hálftíma fyrr.
Aðgangur ókeypis eins og ávallt í Populus og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Malpokar heimilir.