13. okt. 2009

KRISTJÁN PÉTUR SÝNIR Í HAFNARFIRÐI

Þagnarangar úr Brandenburgarkonsert nr. 5 eftir J.S.Bach
Laugardaginn 17.10. kl. 14-17 opnar Kristján Pétur Sigurðsson sýninguna „Þagnarangar úr Brandenburgarkonsert nr. 5 eftir J.S.Bach“ í Gullsmíða og Skartgripaverslun Fríðu Strandgötu 43 í Hafnarfirði. Verkin eru unnin úr krossviði, kopar og maghóní.

Sýningin verður síðan opin í þrjár vikur á opnunartíma verslunarinnar.
Það væri mér sönn ánægja að þú og þínir litu inn við opnun.