4. sep. 2009

LJÓÐAGANGAN | 12. september


LJÓÐAGANGAN
KRISTNESSKÓGUR
12. SEPTEMBER 2009

Laugardaginn 12. september verður farin ellefta Ljóðagangan. Að þessu sinni verður far­ið um Krist­nes­skóg undir leiðsögn Helga Þórssonar. Fjölbreytt ljóðadagskrá í tali og tónum; ketilkaffi og meðlæti að hætti skógarmanna.

ATH.: Ekki verður boðið upp á rútuferð en þeir sem tök hafa á að bæta við sig farþegum eru góð­fúslega beðnir að mæta við Amtsbókasafnið kl. 13:30, sem og þeir sem þurfa far. Aðrir mæti við Kristnesspítala kl. 14:00.