2. sep. 2009

GUÐBRANDUR ÆGIR OG ELLI | 11.9.

KÓPÍUR
GUÐBRANDUR ÆGIR OG ELLI
MYNDLISTARSÝNING

OG TRÚBADÚRTÓNLEIKAR
AÐALSTEINS SVANS SIGFÚSSONAR

Föstudagskvöldið 11. september kl. 21:00 verður opnuð myndlistarsýningin KÓPÍUR í Populus Tremula. Sýningin fjallar um upphaf, ferðalag og endi listaverks, sem og fram­haldslíf þess. Sýningin samanstendur af videoverki og ljósmyndum. Hún er sam­starfs­verkefni myndlistarmannanna Guðbrands Ægis og ella.
Sýningin verður einnig opin laugardaginn 12. og sunnudaginn 13. september kl. 13:00 - 16:00

Um kl. 22:00 tekur síðan trúba­dúrinn Aðalsteinn Svanur völdin um stund þar sem hann mun frumflytja nokkra nýja söngva í bland við eldra efni.

Aðgangur ókeypis | Malpokar leyfðir