24. nóv. 2014

Eiríkur Arnar Magnússon sýnir 29.-30. nóvember







Laugardaginn 29. nóvember kl. 14.00 mun Eiríkur Arnar Magnússon opna sýninguna Bækr voru í Populus tremula. 

Eiríkur Arnar Magnússon (1975) er fæddur og uppalinn á Akureyri. Útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2007 og vinnur aðallega með bækur og málverk. Þetta er þriðja einkasýning hans.

Sýningin er einnig opin á sunnudag 30. nóvember frá kl 14.00-17.00. 
Aðeins þessi eina helgi.