20. des. 2014

LOKAUPPGJÖR 30. desember


Þriðjudagskvöldið 30. desember verður haldið Lokauppgjör Populus tremula með tónleikum í bækistöðvunum i Gilinu. 

Þar verður dagskráin sem hljómsveit hússins á frábærum minningartónleikunum um Sigurð Heiðar Jónsson í Hofi í lok október sl. endurtekin – byggist á lögum þeirra Tom Waits, Nick Cave og Cornelis Vreesvijk. 

Það er um margt táknrænt, því einmitt á tónleikum með lögum Tom Waits hófst starfsemin undir nafni Populus tremula fyrir tíu árum síðan og þessir tónleikar marka lok starfeminnar undir nafni Populus.


Að sjálfsögðu verður aðgangur ókeypis og malpokar leyfðir þetta kvöld. Húsið opnað 21.30.