25. ágú. 2014

GUNNAR KR. SÝNIR Á AKUREYRARVÖKUFORMSINS VEGNA – GUNNAR KR.

Á Akureyrarvöku, laugardaginn 30. ágúst kl. 14.00-19.00 (lengur ef þurfa þykir) opnar Gunnar Kr. Jónasson sýninguna Formsins vegna í Populus tremula. 

Gunnar er þekktur fyrir afar sterkt formskyn og kraftmikil verk, hvort heldur þau eru tvívíð eða skúlptúrar. Að þessu sinni sýnir hann nýjar akríl- og vatnslitamyndir unnar á pappír.

Sýningin er einnig opin sunnudaginn 31. ágúst kl. 14.00-17.00.

Aðeins þessi eina helgi.

11. ágú. 2014

Valgerður Sólrún Sigfúsdóttir sýnir 16.-17. ágústLaugardaginn 16. ágúst kl. 12.00 opnar Valgerður Sólrún Sigfúsdóttir sýningu á handmáluðu postulíni í Populus tremula. Valgerður hefur lengi fengist við postulínsmálun og haldið fjölmörg námskeið og sölusýningar. Sjón er sögu ríkari. Athugið: lengri opnunartímar en venjulega.

Sýningin er einnig opin sunnudaginn 17. ágúst kl. 12.00-18.00. Aðeins þessi eina helgi.

Hekla Björt Helgadóttir 9.-10. ágúst

Helgina 9.-10. ágúst hélt Hekla Björt Helgadóttir sýninguna Kyrrhuga í Populus tremula.