22. apr. 2014

Mary Zompetti sýnir

Laugardaginn 26. apríl kl. 14.00 opnar bandaríska listakonan Mary Zompetti, sem nú dvelur í Gestavinnustofu Gilfélagsins, sýninguna SEARCH/LIGHT í Populus tremula. Listakonan vinnur hér með íslenskt silfurberg og landslag. Hún notar ýmsa miðla, svo sem ljós­myndun, skanna, hreyfimyndir og myndvarpa í þessari margþættu innsetningu á verki í vinnslu.

Sýningin er einnig opin sunnudaginn 27. apríl frá 14.00-17.00. Aðeins þessi eina helgi.

Um sýninguna skrifar Mary eftirfarandi:

Used by the Vikings to navigate the Arctic seas, the Icelandic Spar is a stone that allows for expanded vision though the refraction of light. Artist Mary Zompetti explores this stone and the Icelandic landscape through photographs, scanner-generated images, video and projection in this multi-media installation of works in progress.

14. apr. 2014

Thoella – ljósmyndasýning um páskana

Laugardaginn 19. apríl kl. 14.00 opna Sigríður Ella Frímannsdóttir og Þórarinn Örn Egils­­son ljósmyndasýning­una Thoella í Populus tremula. 

Sýnd verða þrjú ljósmyndaverk: FYRST OG FREMST ER ÉG samandstendur af 21 portrettmynd Sirgíðar Ellu af einstaklingum með Downs heilkennið. 

BLOODGROUP, ljósmyndabók úr myndaröð sem Sigríður Ella tók á tíma­bilinu frá 2011-2013 af hljómsveitinni Bloodgroup.

FEGURÐIN Í DAUÐANUM: Í þessu verkefni notar Þórarinn Örn sína túlkun til að sýna fegurðina í dauðanum.

Sýningin er einnig opin páskadag og annan í páskum kl. 14.00-17.00.
Aðeins þessi eina helgi.

7. apr. 2014

Kristján Pétur sýnir og syngur

Laugardaginn 12. apríl kl. 14.00 opnar Kristján Pétur Sigurðsson sýningu á nýjum og gömlum högg­myndum, lágmyndum og ljósmyndum í Populus tremula. Enn er Kristján Pétur að krukka í form og merkingu hljómfræðitákna. Við opunina mun Kristján Pétur spila nokkur lög til að kynna útgáfu á splunkunýjum hljómdiski sínum er nefnist TVÖ LÖG.

Sýningin er einnig opin sunnudaginn 13. apríl frá 14.00-17.00.

Aðeins þessi eina sýningarhelgi en diskurinn verður áfram til sölu hjá Kristjáni Pétri.