18. feb. 2013

GAMLI ELGUR opnar sýningu 23. febrúar

FRÁ HÁLIÐAGRASI TIL KVENNAKÚGUNAR
GAMLI ELGUR


Laugardaginn 23. febrúar kl. 14.00 mun hinn lítt frægi Gamli Elgur (sem er myndlistarnafn Helga í Kristnesi (sem aldrei fær starfslaun listamanna (öfugt við nafna hans í Reykjavík))) opna sýningu á vatnslitamyndum í Populus tremula

Bara nýjar myndir, sem sína allt frá háliðagrasi til klassískrar kvennakúgunar, auk stakra kyrralífs- og ævintýaramynda


Sýningin verður einnig opin sunnudaginn 24. febrúar frá kl. 14.00-17.00. Aðeins þessi eina helgi.