14. maí 2012

UPPSKEURHÁTÍÐ leik- og grunnskólabarna

UPPSKEURHÁTÍÐ leik- og grunnskólabarna Laugardaginn 19. maí kl. 14:00 verður opnuð sýning á verkum leik- og grunnskólabarna í Populus tremula. Á sýningunni verða verk eftir nemendur Oddeyrarskóla og börn á leikskólanum Hlíða­bóli. Sýningin er haldin í tilefni af 150 ára afmæli Akureyrarkaupstaðar en í maímánuði er sam­eiginleg uppskeruhátíð allra skóla Akureyrarbæjar. Sýningin er einnig opin sunnudaginn 20. maí kl. 14:00-17:00. Aðeins þessi eina helgi.