16. apr. 2012

Guðrún Pálína opnar þann 21. apríl


MÓÐURÁST
myndlistarsýning
GUÐRÚN PÁLÍNA GUÐMUNDSDÓTTIR

Laugardaginn 21. apríl kl. 14.00 mun Guðrún Pálína Guðmundsdóttir opna myndlistar­sýn­ing­una Móðurást í Pop­ulus Tremula.

Titill sýniingarinnar er tvíþættur: Móðurástin (þörfin fyrir að vernda og næra afkvæmi sín þar til þau verða sjálfbjarga) og svo kynkvötin (að fjölga sér og við­halda kynstofninum).

Einnig opið sunnudaginn 22. apríl kl. 14.00-17.00. Aðeins þessi eina helgi.

2. apr. 2012

BIRGIR SIGURÐSSON sýnir um páskanaJÖRÐ ÁN HREYFINGAR
BIRGIR SIGURÐSSON
MYNDLISTARSÝNING

Laugardaginn 7. apríl kl. 14.00 mun Birgir Sigurðsson opna myndlistarsýninguna Jörð án hreyfingar í Pop­ulus Tremula.

Sýnir Birgir þar ljósinnsetningu þar sem unnið er með þá gömlu staðhæfingu að jörin sé flöt.

Opið út páskahelgina kl. 14.00-17.00. Aðeins þessi eina helgi.

SKROKKABANDIÐ OG MOGADON á skírdagskvöldiÁ skírdag, fimmtudaginn 5. apríl kl. 21.00 munu hljómsveitirnar Skrokkabandið og Mogadon halda tónleika í Populus tremula.

Hljómsveitirnar eiga það sameiginlegt að eiga báðar starfs­afmæli á árinu. Skrokkabandið er 25 ára en Mogadon 10 ára. Sveitirnar eiga það líka sameiginlegt að Haraldur Davíðsson syngur og spilar á gítar með báðum. Í Skrokkabandinu ásamt Kristjáni Pétri Sigurðssyni en í Mogadon ásamt Héðni Björnssyni og Pétri Daníel Péturssyni.

Tón­leik­arnir verða líflegir og fólk er hvatt til að mæta og ná sér í fjör fyrir föstudaginn langa.

Húsið verður opnað 20.30 – Aðgangur ókeypis – Malpokar leyfðir