20. des. 2010

ÁRAMÓTAUPPGJÖR | 30. desemberÁRAMÓTAUPPGJÖR POPULUS TREMULA

Fimmtudagskvöldið 30. desember 2010 kl. 22:00 verður haldið ÁRAMÓTAUPPGJÖR POPULUS TREMULA

Árið kvatt með fjölbreyttri tónlistardagskrá að hætti hússins

Tekið verður úr lás kl. 21:30 – Aðgangur ókeypis – Malpokar leyfðir

Að vanda eru fleiri myndir á Populus panodil tenglinum efst til hægri á síðunni.

13. des. 2010

GEORG ÓSKAR MANÚELSSON | 18.-19. desGEORG ÓSKAR MANÚELSSON

Laugardaginn 18. desember kl. 14:00 opnar Georg Óskar Manúelsson myndlistarsýn­inguna „This moment is nothing special about nothing – only me and Claude Debussy“ í Populus Tremula.

Sýning Georgs Óskars samanstendur af málverkum, teikningum, textum og kroti. Verkin fjalla um að festa niður vangaveltur líðandi stundar, líkt og að halda dagbók.

Sýningin er einnig opin sunnudaginn 19. desember kl 14:00-17:00. Aðeins þessi eina helgi.