26. nóv. 2009

JÓLABASAR BEATE OG HELGA






JÓLABASAR BEATE OG HELGA

Jólabasar Beate og Helga í Populus tremula verður opinn allar helgar til jóla og auk þess síðustu virku dagana fyrir jól. Til sölu verð­ur margskonar heimgerður varningur, kjólar og járnvara, sokkar og ljóð, sápa og geisladiskur, svo fátt eitt sé talið. Opið kl. 13:00 – 18:00 alla dagana. Jólatrjáarsala hefst svo 12. desember – enginn posi, bara peningar. Þau hjónin munu deila Populus með öðrum listamönnum þegar svo stendur á.

17. nóv. 2009

AÐALSTEINN ÞÓRSSON | 21.11.






MYNDLISTARSÝNING OG BÓK
Aðalsteinn Þórsson
PÓSTKORT

Laugardaginn 21. nóvember kl. 14:00 mun Aðalsteinn Þórsson opna myndlistarsýningu í Populus Tremula. Jafnframt kemur út á vegum Populus bókin PÓSTKORT eftir Aðal­stein, sem inniheldur 16 póstkort með myndum listamannsins.

Sýningin verður einnig opin sunnudaginn 22. nóvember kl. 14:00 - 17:00

2. nóv. 2009

GRÆNLAND O.FL. | 7.-8.11







GRÆNLAND O.FL.
Tómas Bergmann
MYNDLISTARSÝNING
7.-8. nóvember 2009

Laugardaginn 7. nóvember kl. 14:00 mun Tómas Bergmann opna myndlistarsýninguna GRÆNLAND o.fl. í Populus Tremula.

Sýningin verður einnig opin sunnudaginn 8. nóvember kl. 14:00 - 17:00