18. sep. 2007

Ljóðagangan | 29. september

Ljóðaganga Skógræktarfélags Eyfirðinga, Amtsbókasafnsins og Populus tremula

Laugardaginn 29. sept. kl. 13:30 verður lagt upp í hina árlegu Ljóðagöngu.
Farið verður með rútu frá Amtsbókasafninu. Að þessu sinni verður farið í Hánefsstaðareit í Svarfaðardal. Leiðsögn um skóginn og fjölbreytt ljóðadagskrá í tali og tónum. Ketilkaffi. Áætlaður komutími til baka um kl. 17:30. Allir velkomnir, engin gjaldtaka.